Árný - 01.01.1901, Page 5
5
íngar á stjórnarskipulaginu á íslandi. Frelsishreifíngar
þessar voru orsökin til þess að Friðrik 6. gaf út til-
skipun 28. maí 1831 um að tvö ráðgefandi fulltrúa-
þíng skyldi setja á stofn í Danmörku, annað handa
Jótum, en hitt handa Eydönum. Island átti að taka
þátt í þíngi Eydana, og konúngur skipaði þá um
haustið Kancellíinu að spyrja amtmennina á Islandi,
hvernig þeir álitu að auðveldast væri fyrir *ísland að
taka þátt í fulltrúaþíngunum í Danmörku; áttu þeir
og að leita álits annara vitra manna á íslandi um
þetta, einkum embættismannanna.
Krieger stiftamtmaður bar mál þetta undir hina
helstu embættismenn í Suðuramtinu og einn jarð-
eiganda, og eins leitaði Grímur amtmaður Jónsson
álits embættismanna nyrðra og eystra; en Bjarni
amtmaður Thorsteinsson bar eigi málið upp við
embættismenn í amti sínu vegna þess, hve tíminn var
naumur, áður en svara skyldi Kancellíinu. Ýmsir af
embættismönnum þeim, sem fengu að segja álit sitt
um mál þetta, tóku því með fögnuði, ekki af því, að
þeir vildu senda fulltrúa til Danmerkur, heldur af því,
að nú gerðu þeir sjer von um, að tækifæri fengist
til þess að endurreisa alþíngi. Fremstur í flokki
þessara manna var Bjarni yfirdómari Thórarensen,
og lögðu þeir til að ráðgefandi samkoma væri stofnuð
í landinu sjálfu og hún kysi mann af sinni hendi til