Árný - 01.01.1901, Side 6
6
þess að fara utan með álit sitt. En nokkrir aftur á
móti kærðu sig eigi um neitt þíng, og voru í þeirra
flokki fremstir þeir menn, sem máttu sín mest hjá
stjórninni, Krieger stiftamtmaður og Bjarni amtmaður
Thorsteinsson.
Frelsishreifíngarnar 1830 höfðu allmikil áhrif á
hugi íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn, svo
ýmsir þeirra tóku að hugsa um hag Islands og mál-
efni þess. Pá var Baldvin Einar sson þar fremstur
í flokki og ritaði hann um haustið 1831, er hann hafði
lokið prófi, bæklíng á dönsku um fulltrúaþíngin að
því er Island snerti. Kom bæklíngur sá út á útmán-
uðum þá um veturinn, þá er Holstein greifi hafði
látið þá skoðun í ljós í ritgjörð einni um fulltrúaþíngin,
að líklega mundi rjett að láta Island eiga þíng fyrir sig,
af því ásigkomulag þess, stjórnaraðferð, lög og Iög-
venjur væri svo frábrugðið því, sem er í Danmörku.
Baldvin lagði til, að Island fengi þíng fyrir sig,
ráðgefandi fulltrúaþíng á I'íngvelli, og skýrði það
mál vel í bæklíng sínum. I 4. árgángi af »Armann
á alþíngi*, er kom þá út um sumarið (1832), skýrði
hann einnig málið fyrir löndum sínum. Danskur
maður, sem ritaði um bæklíng Baldvins, fjellst alveg
á skoðun hans, og fleiri Danir t. a. m. prófessor Jens
Möller og Orla Lehmann lýstu yfir sömu skoðun á
prenti.