Árný - 01.01.1901, Síða 7
23. mars 1832 skipaði konúngur 35 af hinum vitr-
ustu mönnum að íhuga um sumarið, hvernig haganleg-
ast væri að heyja fulltrúaþíngin og kjósa menn tilþeirra.
Voru í nefnd þessa skipaðir fyrir hönd Islands leyndar-
skjalavörður Finnur Magnússon og Moltke greifi,
sem hafði verið stiftamtmaður á Islandi. Snemma um
sumarið komu svör og álit embættismanna úr Suður-
amtinu, og amtmannsinsúrVesturamtinu, en álitsskjölin
úr Norður- og Austuramtinu komu eftir 4. júní, þá er
Kancellíið skýrði konúngi frá álitsskjölunum að sunnan
og vestan. Póttu þau lúta að því, að embættismennirnir
á Islandi hefðu ekkiþóttstgetafundið hentug kosníngar-
lög handa Islandi. Hins vegar getur Kancellíið þess,
að Islendíngar geti eigi óskað eftir, að mál þeirra verði
lögð undir umræðu og úrslit á því þíngi, þar sem
meiri hlutinn lítið eða ekkert þekkir til landsins eða
ásigkomulags þess, eða til hugsunarháttar landsmanna
eða til vilja þeirra. Pað getur þess einnig, að mik-
inn fjölda Islendínga mundi lánga til að endurnýja
samkomur þær meðal embættismanna og annara, sem
haldnar voru á Píngvelli við Oxará einu sinni á ári
þángað til árið 1800 og hjetu alþíngi. Pessum sam-
komum vildu menu nú breyta og gjöra að regluleg-
um ráðstefnuþíngum, þar sem menn úr landinu, er til
þess væru kosnir, hefði mál landsins til umræðu og
úrslita. En Kancellíið vildi þó eigi leggja það til,