Árný - 01.01.1901, Síða 8
8
að þíng yrði stofnað á lslandi. Konúngur ákvað þá,
að Island skyldi eiga þrjá fulltrúa á fulltrúaþíngi í
Danmörku og að hann veldi þá sjálfur þángað til
landið hefði eignast hæfileg kosníngarlög. Pað kom
fyrir ekki þótt þeir Finnur Magnússon og Moltke
mæltu sterklega fram með því í þrjátíu og fimm manna
nefndinni, er ræddi málið í júlí og ágúst, að Island
fengi þíng sér í lagi. 15. maí 1834 gaf konúngur út
lög um fulltrúaþíngin og ákvað, að Island skyldi nú
eiga tvo, en Færeyjar, sem hafði eigi verið áður
getið, einn fulltrúa á þíngi Eydana, og þannig fjekk
Island tvo fulltrúa á þínginu í Hróarskeldu 1835.
Baldvin Einarsson var nú andaður og Íslendíngar
heima á Fróni hreifðu sig hvergi fyr en 1837. Pá
»vöknuðu Íslendíngar fyrst« segir Jón Sigurðsson;
»þá komu tvær bænarskrár, önnur að norðan en önnur
að sunnan, og höfðu flestir heldri menn skrifað undir
þær; var konúngur þar beðinn um fulltrúaþíng í land-
inu sjálfu, og sýnt með rökum, hversu nauðsynlegt
það væri, ef tilgángi konúngs ætti að verða fram-
gengt á Island; eiga þeir kammerráð Páll Melsteð
og Bjarni amtmaður Thorarensen hinar mestu þakkir
skyldar af landsmönnum fyrir það, að þeir gjörðust
oddvitar þess máls, og óttuðust eigi hindurvitni það,
að konúngur mundi reiðast eða stjórnarráðin, þó
Islendíngar beiddu konúng að líta á rjettindi þeirra
og gagn í svo mikilvægu máli«.