Árný - 01.01.1901, Side 12
12
æfistarf hans göfugra og merkara, þýðíngarmeira og
aífarasælla, en annara landa hans. Einginn hefur á
síðari öldum vakið Islendínga til umhugsunar, fram-
kvæmda og manndáðar sem hann.
Skömmu eftir að Kristján 8. var sestur að ríkis-
stjórn, færðu Íslendíngar í Kaupmannahöfn, bæði lærðir
menn og kaupmenn, honum heillaósk sína og tjáðu
honum um leið helstu óskir sínar og vonir. Um
landsstjórnina báru þeir þá ósk fram, að reyndir og
skynsamir Íslendíngar ætti i landinu sjálfu að taka
hlutdeild í að ráðgast um málefni þjóðarinnar og í
stjórn þeirra. Er einginn efi á því, að Jón Sigurðs-
son hefur átt mestan þátt í þessu, og hann var hvata-
maður þess að íslenskir námsmenn i Kaupmannahöfn,
eldri og ýngri, hugsuðu nú meira um málefni íslands
og velferð, en nokkru sinni áður.
Þá er leið á veturinn varð það hljóðbært, að
málið um fulltrúakosningu á íslandi til Hróarskelduþíngs
væri búið undir konúngs úrskurð og hjeldu íslend-
íngar þá fund og rituðu grein á dönsku, er prentuð
er 20. mars í »Föðurlandinu«, og leiddu þar ástæður
að því, að nauðsyn væri að Íslendíngar fengju full-
trúaþíng sjer í lagi, og sýndu, að það hefði vakað
fyrir embættismannanefndinni í Reykjavík, er hún
fjallaði um kosníngarlagamálið. Finnur Magnússon
gerði það, sem hann mátti, til þess að mál þetta