Árný - 01.01.1901, Page 13
13
mætti fá sem heppilegastan framgáng. 20. maí 1840
lagði konúngur úrskurð á málið og ákvað, að em-
bættismannanefndin í Reykjavík skyldi um sumarið
1841 íhuga, hvort ekki mundi vel til fallið að setja
ráðgjafaþíng á Islandi og hvernig því skyldi fyrir
komið. A þessu þíngi skyldu menn hafa alla hina
sömu sýslu og á hinum öðrum fulltrúaþíngum.
Nefndarmenn áttu sjer í lagi að hyggja að því, hvort
eigi væri rjettast að nefna fulltrúaþíngið alþíng, og
eiga það á Ríngvelli, eins og alþíng hið forna, og
laga eftir þessu forna þíngi svo mikið sem verða mætti.
Pannig ákvað Kristján 8. að veita Islendíngum
alveg sömu rjettindi og Sjálendíngum eða Jótum.
Sumarið eftir ræddi embættismannanefndin um stofnun
alþíngis og það sumar byrjuðu Ný Fjelagsrit að
koma út. Var aðalritgjörðin í þeim þá um alþíng á
íslandi eftir Jón Sigurðsson og var þá mál þetta rætt
með allmiklum áhuga meðal hinna nýtustu Islendínga.
Islendíngar í Kmhöfn með Jóni Sigurðssyni í broddi
fylkíngar lágu þá heldur eigi á liði sínu; þeir sendu
ávarp á þessum árum til konúngs, brjef til fulltrúa
sinna á Hróarskelduþíngi, er fjallaði um málið, og til
þíngmanns Balthazar Kristensens, er var allra
manna vinveittastur Islandi á því þíngi.
I svo stuttu máli má eigi fara nánar út í þetta.
Alþíngi var stofnað að nýju með tilskipun frá 8. mars