Árný - 01.01.1901, Page 15
15
alþíng, er oss fullkomin heimild fyrir þessari kröfu
vorri«.
A þíngvöllum var haldinn fundur 5- ágúst 1848,
og sendu menn þaðan og síðan úr flestum sýslum
landsins bænarskrár um þjóðþíng út af fyrir sig og
um sömu rjettindi, sem bræður vorir í Danmörku fá
að njóta, og má lesa um svar konúngs og mál þetta
í fyrsta ári Andvara. Hjer skal þess aðeins getið,
að veturinn eftir samdi Jón Sigurðsson fyrstur manna
aðalatriðin í nýrri stjórnarskipun handa Islandi, er
sniðin væri eftir þörfum þess og landsjettindum, og
komu þau á prent í Nýjum Fjelagsritum árið eftir;
eru þau svo í stuttu máli:
1. Stjórnarathöfn öll hafi aðsetur sitt á Is-
landi sjálfu og því þurfi landsstjórn innanlands. Eigi
færri en þrír menn hafi hana á hendi og fullt vald
til að greiða úr iandsstjórnarmálum að svo miklu
leyti sem ekki þykir nauðsyn á að þau gángi til
konúngs úrskurðar. Alþíngi fái öll þau rjettindi, sem
þjóðþínginu eru veitt, til að líta eftir hversu stjórnar-
athöfnin fer fram, og fjárveitíngarvald.
2. Löggjafarvald sje hjá alþíngi og konúngi í
sameiníngu.
3. Hjer af leiðir, að Island þarf einga hlutdeild
að eiga í ríkisþíngi Dana, en það hafi erindisreka
(ráðgjafa) í Kaupmannahöfn, sem hafi fulla ábyrgð