Árný - 01.01.1901, Page 17
17
stað þessa áttu tekjurnar af landsjóðsjörðunum, nafn-
bótaskattur og allir óbeinir skattar (þ. e. allar toll-
tekjur), sem á yrðu lagðar, að gánga í ríkissjóðinn
og ríkisþíngið átti að setja lög um þetta. Island átti
aftur á móti að fá beina skatta af landinu nema nafn-
bótaskattinn, kosta hið ráðgefandi alþíngi og greiða
laun þau og eftirlaun, sem eigi hvíldu á ríkissjóði
(þ. e. hinna lægri embættismanna og starfsmanna).
Pannig var stefnuskrá stjórnarinnar 1851 full-
komin Hafnarstjórn yfir Islandi, eða það sem sumir
kalla nú valtýsku.
Islendíngar vildu eigi líta við þessu, sem ekki
var von, heldur komu þeir fram með frumvarp til
stjórnarskipunarlaga samkvæmt stefnuskrá sinni. Pá
sleit Trampe stiftamtmaður þjóðfundinum og Jón Sig-
urðsson mótmælti því.
Nú liðu 16 ár, áður en stjórnarskipunarmálið var
lagt fyrir alþingi. Astæðan til þess var sú, að
stjórnin vildi eigi sinna því lánga lengi, þótt hún
væri beðin þess af þíngi og þjóð hvað eftir annað.
1857 bað alþíngi um að það fengi veitíngarvald í
fjárinálum Islands, en því var eigi sinnt fyr en
fjárlaganefnd fólksþíngsins hvað eftir annað hafði látið
í ljós þá ósk, að fjárhag Islands yrði komið í betra
horf og alþíngi fengi yfirráð yfir tekjum landsins og
gjöldum. 20. septbr. 1861 skipaði konúngur fimm
2