Árný - 01.01.1901, Page 18
18
manna nefnd, 3 Dani og 2 Íslendínga, til þess aö
athuga fjárhagsmálið, og loksins var lagt fyrir alþíngi
1865 frumvarp til laga um nýtt fyrirkomulag á fjár-
hagssambandinu milli Islands og konúngsríkisins. Ef
alþíngi hefði þá gefið eftir í öllum fjár- og endur-
gjaldskröfum úr ríkissjóði, eru mestu líkindi til þess,
að Island hefði fengið miklu betri stjórnarskrá en
raun varð á, því þá hefði mátt komast hjá því, að
stjórnarskipunarmálið hefði verið dregið undir áhrif
ríkisþíngsins, er það ræddi fjárskilnaðarmálið og end-
urgjaldskröfur Islendínga 1868. Landsþíngið með
Orla Lehmann fremstum í flokki spillti þá mjög fyrir
því, að Island fengi frjálslynda og fullnýta stjórnar-
skipun. Pó er eigi víst að þetta hefði dugað, nema
því að eins að alþíngi hefði getað gefið upp alit
endurgjald úr ríkissjóði gegn því að Island fengi
fullt frelsi, því þá var fyrst algjörlega komið í veg
fyrir það, að fjárhagsmálið kæmi til umræðu í ríkis-*
þínginu. En hins vegar er alþíngi full vorkunn á því,
að það hjelt alvarlega fram endurgjaldskröfum sínum,
því bæði vantaði það alla reynslu um það, hvort Is-
land gæti staðist, ef endurgjaldið væri gefið eftir (sbr.
greinar mínar »Ný aðferð í stjórnarskipunarmálinu« í
Austra 1900), og svo hugðu margir, að stjórnin mundi
draga Islendínga á lánginn með stjórnarskipunina, ef
fjárhagsmálinu væri lokið fyr en stjórnarskipunar-