Árný - 01.01.1901, Side 21
21
töluð út úr hjarta stjórnarinnar, en hins vegar vildu
Íslendíngar eigi líta við henni, og þó ber þess að
gæta, að eins og þá stóð á, var töluverð stjórnarbót
að tillögu Gísla. En Jón Sigurðsson og allur þorri
Íslendínga skildu tillögu Gísla rjett, og sáu að eigi
vreri meira stjórnfrelsis þá að vænta, ef þeir samþykktu
hana. Sjerstaklega urðu allir námsmenn í Kaup-
mannahöfn gramir Gísla lengi eftir þetta, og var
mikið orð á því gjört, hve hörðum orðum tveir af
þeim (Pórhallur Bjarnarson og Guðlaugur Guðmunds-
son) eitt sinn á fundi í Kmhöfn höfðu farið um Gísla
fyrir þessi afskifti hans af stjórnarskipunarmálinu.
Árið 1873 leiddi alþíngi stjórnina með vara-
tillögum sínum svo lángt sem þá var hægt. Búsund-
árahátíðin gaf tækifæri til þess og árángurinn af allri
baráttu Islendínga í stjórnarskipunarmálinu frá 1848
var stjórnarskrá sú, er Island fjekk fyrir sjermál
sín 5. janúar 1874. Pessi 25 ára barátta var eigi
háð til einskis, því þótt Islendíngar fengju eigi þá
stjórnarskrá, sem þeir höfðu samþykkt, og þótt ávext-
irnir af baráttunni yrðu hvorki nærri eins miklir nje eins
fagrir og Jón Sigurðsson og margir hinir bestu Islend-
íngar með honum höfðu óskað, þá varð þó árángurinn
eigi að síður bæði mikill og góður. Stjórnarskráin er hin
lángbesta og lángmesta rjettarbót, sem lslendíngar
hafa nokkru sinni fengið, síðan þeir gengu undir vald