Árný - 01.01.1901, Side 22
22
Noregskonúnga; hún er í raun rjettri meira verð ein en
þær allar til samans. Nú er algjörlega loku skotið
fyrir það, að danska stjórnin geti þrengt upp á oss
nokkrum lögum. Löggjafarvaldið er að miklu leyti
komið í hendur Islendínga sjálfra og upptökin til
flestra laga koma frá Islendíngum sjálfum, eigi aðeins
til allra þeirra lagafrumvarpa, sem einstakir þíngmenn
bera upp, heldur og því nær til allra þeirra frumvarpa,
er stjórnin flytur, því upphafsmaður þeirra er venju-
lega landshöfðíngi. Telja allir nýtir stjórnmálamenn
í öllum menntuðum löndum það einhver hin fyrstu
ogh,elgustu rjettindi hverrar siðaðrarþjóðar,
að hún hafi sjálf upphafsrjett til laga sinna.
Fjárveitíngarvaldið, sem er þýðíngarmest allra rjett-
inda, fengu Islendíngar að mestu leyti óskert með
stjórnarskránni; aðeins vantar á það, að alþíngi ráði
launum þeirra manna, sem æðst völd hafá; Islend-
íngar fá ekki að launa ráðgjafanum og eiga ekkert
atkvæði um laun landshöfðíngjans.
Framkvæmdarvald í ýmsum greinum var tekið af
ráðaneytunum í Kaupmannahöfn og lagt undir lands-
höfðíngja, og hann hefur nú úrskurðarvald í mörgum
málum, er áður voru send utan. Hinar þýðíngarmiklu
skýrslur frá embættismönnum um hag landsins eru nú
sendar til landshöfðíngja, en áður voru þær allar sendar
til stjórnarinnar í Kmhöfn. En þó vantar mjög mikið