Árný - 01.01.1901, Page 24
24
í Kmhöfn. Hún rjeð konúngi oft frá að staðfesta lög
alþíngis og það hleypti mörgum af stað. Hins vegar
hefur reynslan sýnt, að æskilegt hefði verið, að Islend-
íngar hefðu fyrst reynt að taka sjer meira fram, einkum
og sjer í lagi að menntun og þekkíngu, áður en þeir
hófu baráttuna að nýju, því of almenn vanþekkíng og
þar af leiðandi vanhyggni og agaleysi hefur valdið
mestu tjóni í baráttu þeirri, sem enn stendur yfir. Og
fáir hafa kunnað að íhuga málið með stillíngu og rann-
saka það og gera sjer grein fyrir þvi, sem er aðalatriði
málsins. Pess vegna tóku menn verst því frumvarpi,
sem þegar á allt er litið, var einna fullkomnast, miðl-
unarfrumvarpinu 1889; þess vegna kom upp allt hið
rammvitlausa hjal og rifrildi um margar stefnur í
stjórnarskipunarmálinu, er hefur legið eins og mara á
þjóðinni í rúman tug ára og varla er búið að kveða
niður enn þá. En á það reyndi fyrst alvarlega, hve
vel Islendíngar væru almennt að sjer í stjórnarskip-
unarmálinu, þá er þeir höfðu misst hinn ágæta og
fjöllærða foríngja sinn.
Barátta sú, sem Benedikt sýslumaður Sveins-
son hóf 1881 til þess að koma á endurbótum á
stjórnarskipun landsins, er ekkert annað en áfram-
hald af baráttu Jóns Sigurðssonar og miðar alveg
að hinu sama takmarki og starf hans, eða að því
að draga yfirstjórn sjermála Islands inn í landið, að