Árný - 01.01.1901, Page 25
25
því leyti sem hægt er, rjett og eðlilegt. Benedikt
Sveinsson fjekk einnig skjótt allan meginþorra þjóð-
arinnar með sjer, því allir, sem hugsuðu um málefni
landsins og velferð þess, sáu, að haga verður yfir-
stjórn íslenskra sjermála eftir þörfum Islands, og að
það má því að eins verða, að hún sitji í landinu
sjálfu. Til þess að ná þessu takmarki hafa heima-
stjórnarmenn borið upp ýmsar tillögur alveg eins og
Jón Sigurðsson gerði og fjelagar hans. Stjórnin í
Kaupmannahöfn var íhaldssöm mjög og tók málinu
þúnglega, en svo tók hún, er híngað er komið sög-
unni, öllum frelsishreifíngum bæði hjá Dönum og Is-
lendíngum. Hún vill hvorki auka frelsi Dana nje Is-
lendínga, og ber því Islendíngum að taka því með
sömu seiglu og þolinmæði og Dönum, og gefast eigi
upp fyrir það fremur en danska þjóðin. Er nú svo
komið, að hin núverandi danska stjórn hefur fengið
mestalla dönsku þjóðina á móti sjer, og eru eingin
líkindi til annars, en frjálslyndari stjórn komi að völd-
um að ári — ef hún kemur eigi fyr —, þá er kosn-
íngar eru um garð gengnar til landsþíngsins og hver
afturhaldsstjórn hefur fengið meiri hluta í báðum
deildum ríkisþíngsins á móti sjer. En er frjálslynd
stjórn kemur að völdum, mun hún veita Islandi góða
stjórnarbót. Vilja enda sumir af þeim mönnum, sem
þá eru sjálfkjörnir í ráðgjafasæti, veita Íslendíngum