Árný - 01.01.1901, Síða 26
26
fulla heimastjórn og lofa þeim að haga henni eins og
þeim sjálfum þykir best.
Til þess að leita samkomulags við stjórnina tók
alþíngi 1895 aðeins meginatriði stjórnarskipunarmáls-
ins fyrir og samþykkti fjórar greinar um það. Er
það síðasta samþykktin, sem alþíngi hefur gjört til
þess að öðlast heimastjórn, og var hún þannig í fám
orðum:
1. að halda fast við sjálfsstjórnarkröfur Islands.
2. að ná íslenskum sjermálum undan danska
ríkisráðinu.
3. að fá sjermálaráðgjafa, er sje búsettur á Is-
landi, innlendur og beri ábyrgð fyrir alþíngi og mæti
á þíngi.
4. að landsdómur sje stofnaður á Islandi.
Dr. Valtýr Guðmundsson var einn af þíngmönn-
um þeim, sem samþykktu tillögur þessar, en vetur-
inn eftir fór hann að tala við ráðherra Islands um
stjórnarskrármálið, og kvað ráðherrann, eins og auð-
vitað var, ekkert á móti því frá stjórnarinnar háltu,
að Island fengi sjerstakan ráðgjafa, ef hann sæti i
ríkisráðinu og ríkisþíngið vildi veita fje til þess, en
það væri þvert á móti því, sem Islendíngar hefðu
ávallt viljað, því þeir hefðu aldrei viljað að ráðgjaf-
inn fyrir sjermál þeirra sæti í ríkisráðinu. Er rjett að
geta þess ráðherranum til verðugs lofs, að hann tók