Árný - 01.01.1901, Page 29
29
um ábyrgðina og er þetta því ginníng ein hjá val-
týskunni eða til málamynda.
En af því ísland hafði fengið stjórnarskrá síðan
Gísli Brynjúlfsson bar upp tillögur sínar, var því nú
bætt við tillögu hans, að taka af Islendíngum þau
rjettindi, sem þeir höfðu fengið í 61. gr. stjórnar-
skrárinnar. Einnig leiddi það nú af því að lagður
var grundvöllur í landinu sjálfu að sjálfsstjórn, að hún
skyldi nú rýrð að mun og yfirráðin eða rjettindin
flutt aftur til Kaupmannahafnar. Upptökin að lög-
gjöfinni skyldu nú, að því er stjórnarfrumvörpin snerti,
færast algjörlega aftur til Kaupmannahafnar, og æðsti
innlendi embættismaðurinn eigi mæta á þíngi, heldur
skyldi ráðgjafi ríkisráðsins danska gera það og yrði
hann þá eins og sendiherra þess; hann skyldi og
hafa vald til þess að fella hvert það lagafrumvarp
þegar á þíngi, er stjórninni í Kmhöfn væri ógeðfellt,
því eigi átti að fækka hinum konúngkjörnu þíng-
mönnum.
Petta var í fyrsta sinn á 19. öldinni að nokkur
þíngmaður óneyddur bæri upp tillögur á löggjafarþíngi
um að breyta stjórnarskipun fósturlands síns þannig
að sjálfsstjórn þess og rjettindi yrði minnkuð og seld
í hendur annari þjóð í öðru landi. Og nítjánda öldin
gekk svo úr garði, að slíkt kom hvergi aftur fyrir
svo kunnugt sje, nema á alþíngi 1899. Pá voru