Árný - 01.01.1901, Page 30
30
tillögur þessar bornar upp aftur með litlum breyt-
íngum.
Dr. V. Guðmundssyni hefur hlotið að vera ljóst,
að tillögur hans mættu helst ná samþykki á Islandi,
ef þær væru samþykktar, áður en menn fengju al-
mennt færi til þess að átta sig á þeim, eða á líkan
hátt og farið var að forðum daga í Kópavogi. En
margir Islendíngar voru fljótir að átta sig á valtýsk-
unni, og eigi hefur dr. V. G. enn tekist að fá ísienska
námsmenn í Kmhöfn á sitt band, fremur en formanni
hans. Hafa þeir allflestir ávallt staðið meðal heima-
stjórnarmanna og eru öll líkindi til að svo verði fram-
vegis.
Hin eina lífsvon valtýskunnar nú er að þyrla upp
svo miklu ryki í stjórnarskipunarmálinu sem hægt er, og
berjast á móti allri andlegri menntun og þekkíngu
meðal landsmanna. Takist það eigi, kemst valtýskan
aldrei á.
Pá er menn líta aftur yfir 19. öldina, getur eingum
dulist, hve mjög stjórnarskipun landsins hefur færst í
lag og hve miklu betur vjer stöndum að vígi nú um
aldamótin, en forfeður vorir fyrir hundrað árum.
Blessunarrík hefur frelsisbarátta Jóns Sigurðssonar
verið og margt hefur breytst síðan hann hóf baráttu
sína. Alstaðar má sjá þess merki, hve mjög hann