Árný - 01.01.1901, Page 31
31
og sá rjettur til sjálfsstjórnar, sem þegar er fenginn,
hefur vakiö Islendínga til framkvæmda og umhugs-
unar. Og hugsun dönsku stjórnarinnar hefur einnig
breytst. Eftir miðja öldina (1852) þótti stjórninni
annað eins frelsi og stjórnarskráin hefur veitt oss fyrir
fjórðúngi aldar kljúfa og sprengja Danaveldi, og þá
var Islendíngum kennt, »að það væri þeim sjálfum
fyrir verstu, ef þeir væru að heimta frelsi og sjálfs-
forræði«. En reyndin hefur kennt oss annað; hún
sýnir, hvernig margt hefur lifnað við og fer nú að
færast í lag í skjóli frelsisins og þeirra rjettinda, sem
vjer Islendíngar höfum þegar fengið. Er því eigi von
að Islendíngar fái ást á frelsi og löngun til þess að
ráða sjermálum sínum sjálfir? Og er þá eigi eðlilegt,
að ráðgjafaembættið eitt geti eigi freistað þeirra til
þess að gefa upp enda þótt að eins væri um að ræða
hina minnstu agnarögn af rjettindum þeirra?
Sannarlega getum vjer Islendíngar glaðir og ör-
uggir í huga heilsað 20. öldinni. Meiri en meðal-
heimskíngjar og meiri en meðalaumíngjar mættum
vjer vera, ef vjer örvæntum eina stund um það, að
geta fengið það, sem á vantar, að óskir vorar verði
uppfylltar í stjórnarskipunarmálinu. Allt er í raun
rjettri undir því komið, að vjer aukum vel þekkíng
vora og menntun, svo vjer getum tekið góðum fram-
förum og vaxið að drengskap og öðrum manndyggðum.