Árný - 01.01.1901, Page 34
34
þessum. Peir fóru venjulega frá íslandi til Kaup-
mannahafnar. Paðan tóku þeir sjer far meb þýskum
»útflutníngslínum« til Brasilíu. Aldrei kvað mikið að
útflutníngi þessum. Pó virtist hann heldur fara í
vöxt. Og árið 1873 skrifuðu allmargir Islendíngar
sig til Brasilíuferðar. Bá lýsti Magnús Eiríksson því
yfir, að hann gæti eigi framar leiðbeint þessum út-
flytjendum. feir, sem höfðu skrifað sig til Brasilíu-
ferðar, gengu þess vegna í hóp þeirra manna, er það
ár fluttu til Kanada og Bandaríkjanna. Eingin íslensk
nýlenda myndaðist í Brasilíu. Pað er eðlilegt, því
myndun og vöxtur íslenskrar nýlendu vestan hafs er
kominn undir nægilegum útflutníngi frá Islandi.
Utflutníngur frá Islandi til Bandaríkjanna, sem
Mormónarnir höfðu byrjað 1854, fór smátt og smátt
í vöxt. Sumarið 1870 fóru fjórir Islendíngar að dæmi
þeirra og fluttu vestur um haf. Peir settust að á
Washingtoneyjunni í Michigan-vatninu. Par komst á
fót önnur nýlenda Vestur-Islendínga. Nýlenda þessi
helst enn þann dag í dag, en er mjög fámenn.
A árunum 1871—1872 flytja nokkrir Islendíngar
til Kanada og Bandaríkjanna. Merkastur þeirra allra
var Páll stúdent Porláksson, er seinna varð fyrsti
prestur Vestur-Islendínga 1875 (»Tjaldbúðin« V. bls.
46). Einn af samferðamönnum hans vestur um haf
var sjera Hans B. Thorgrímsen, er seinna (1885) kom