Árný - 01.01.1901, Page 37
37
sjera Jón Bjarnason sunnan frá Minneapólis. Við
komu hans er hafinn ófriður gegn sjera Páli. Urðu
þá miklar trúardeilur í nýlendunni (»Tjaldbúðin« II.
bls. 4—6). Skiptust menn í tvo óvinveitta flokka,
flokk sjera Páls og flokk sjera Jóns. Sigtryggur
studdi sjera Jón af alefli í deilum þessum. (Kirkju-
fjelagið lætur prentara »Sameiníngarinnar« og »Uög-
bergs« gefa út almanak í Winnipeg. Almanakið er
stækasta flokksrit, samið undir umsjón sjera Jóns og
Sigtryggs, húsbænda prentarans. I almanaki þessu
er öllum söguatriðum, er snerta deilur þessar, algjör-
lega snúið við).
í fyrstu leið Ný-Íslendíngum hörmulega illa. Þeir
komu til Nýja íslands allslausir og höfðu ekkert fyrir
sig að leggja. Par við bættist, að allskæð bólusótt
kom upp í nýlendunni, og dóu úr henni um 100
manns. Til þess að halda lífinu í Ný-Íslendíngum
veitti Kanada-stjórn þeim hallærislán. Lán þetta áttu
þeir að borga aftur á 10 árum. Af hallærisláni þessu
hafa Vestur-Íslendíngar eigi getað borgað einn eyri
fram á þenna dag. Efnahag þeirra er þannig varið.
Lánið var að samtöldu um 80,000 dollara (nálega
300,000 krónur). Nokkrir flokksmenn sjera Jóns
áttu að útbýta hallærisláni þessu meðal nýlendumanna,
og þóttust flokksmenn sjera Páls verða mjög afskiftir.
Sjera Páll leitaði því hjálpar til Norðmanna í Banda-