Árný - 01.01.1901, Page 38
38
ríkjunum. Þeir skutu saman um 1300 dollurum
handa Ný-Íslendíngum. Þannig var bætt úr bráðustu
neyð þeirra.
Peir, sem útbýttu hallærisláninu, komu sjer upp
blaði og prentsmiðju. Blaðið var stækasta flokks-
blað. Flokksmenn sjera Páls fengu eigi að bera hönd
fyrir höfuð sjer, hvernig sem þeir voru áreittir í blað-
inu. Urðu nú afarmiklir flokkadrættir í nýlendunni
út úr hallærisláninu, blaðinu, trúmálum og mörgu
öðru. Hófust þá miklir útflutníngar frá Nýja Islandi.
Pegar þeim linnti, voru eigi orðnir eftir nema 50
búendur í nýlendunni. Síðan fór Nýja Island aftur að
byggjast smátt og smátt. Pað er nú mjög víðlend og
fjölmenn nýlenda.
Frá Nýja Islandi byggðust íslensku nýlendurnar
í Winnipeg og Selkirk, Dakóta nýlendan (1878) og
Argyle-nýlendan (1880). Sjera Páll Porláksson stofn-
aði Dakóta-nýlenduna, en Sigurður Kristófersson
Argyle-nýlenduna. í öllum þessum nýlendum eru
mjög margir Vestur-Íslendíngar, 1000—3000 manns í
hverri fyrir sig.
Minnesóta-nýlendan, Dakóta-nýlendan og Argyle-
nýlendan eru bestu og blómlegustu nýlendur Vestur-
Íslendínga. En í þessum nýlendum er allt land numið
fyrir löngu, svo þar geta innflytjendur hvergi fengið
»heimilisrjettarland«. Pað er orðið svo mannmargt í