Árný - 01.01.1901, Page 39
39
nýlendum þessum, að menn flytja þaðan árlega í ýngri
nýlendurnar, þar sem landrýmið er meira.
Allmargar íslenskar nýlendur eru að myndast í
Manitóba og »Norðvesturlandinu«. Par er víða mikið
ónumið land. En eingin af þessum nýlendum getur
átt eins góða framtíð fyrir höndum og nýlendurnar í
Minnesóta, Dakóta og Argyle.
Allstórir hópar af Vestur-Islendíngum eru í bæjun-
um Brandon í Manitóba, Victória í British Columbia,
Chicago og Seattle í Bandaríkjunum.
Ennfremur eru smáhópar af Vestur-Islendíngum
víðs vegar í Kanada og Bandaríkjunum. En þeirra
gætir auðvitað alls ekkert. Peir eru að hverfa úr
sögu Vestur-Íslendínga. Örlög þeirra er bendíng um
það, hvernig fer fyrir íslenska þjóðflokknum í Vestur-
heimi, er stundir líða fram.
Pað er talið, að Vestur-Islendíngar sjeu nú um
20,000 að tölu. Einn þriðji eða einn fjórði hluti
þeirra er í lúterskum söfnuðum. Agrip af kirkjusögu
Vestur-Íslendínga fram að árinu 1894 er prentað í
»Tjaldbúðinni« II, bls. 3—28.
í »Sunnanfara« VII, 1 (1898) er alllöng ritgjörð
um Vestur-Íslendínga og landnám þeirra í Vesturheimi
(»Frá Ameríku«). í ritgjörð þeirri er allnákvæmlega
lýst atvinnu, lifnaðarháttum og hag Vestur-Íslendínga
í eldri nýlendunum, svo við það er eingu að bæta.