Árný - 01.01.1901, Page 40
40
Hjer skal þess vegna aðeins nefnd hin arðmesta
atvinna Vestur-Íslendínga.
Eigi höfðu vesturferðir staðið mörg ár, þegar
nokkrir Vestur-Islendíngar fóru að gjöra útflutníng frá
íslandi að atvinnu sinni. Fram að árinu 1888 voru
það aðeins einstakir menn, er ráku atvinnu þessa.
Peir fengu Kanada-stjórn til þess að senda sig heim
til Islands og unnu þar að útflutníngi. Nafnkennd-
astir þessara »agenta« voru þeir Sigtryggur Jónasson
og Baldvin Baldvinsson. Beir eru báðir duglegir
menn, og varð þeim mikið ágengt. Sjera Jón Bjarna-
son var heima á ísiandi 1880—1884 og vann dálítið að
útflutníngi. Arið 1884 var sjera Friðrik Bergmann
launaður »agent« Kanada-stjórnar á Islandi. Honum
varð lítið eða' ekkert ágengt. Allir þessir fjórir
»agentar« eru nú ritstjórar íslenskra blaða eða tíma-
rita í Vesturheimi. Peir eru allir samtaka í því, að
efla á allan hátt útflutníng frá íslandi til Vesturheims.
Arið 1888 tóku formenn kirkjufjelagsins að sjer
atvinnugrein þessa. Peir hafa síðan rekið atvinnu
þessa fram á þenna dag. Meðlimir innflutníngsnefnd-
arinnar, sjera Jón Bjarnason, Sigtryggur Jónasson og
Einar Hjörleifsson, riðu auðvitað á vaðið. Peir komu
»Lögbergi« á fót, því »málgagni, sem hefur það að
ætlunarverki að reyna að gjöra landauðn á íslandú,
eins og »ísafold« komst að orði (sumarið 1888).