Árný - 01.01.1901, Page 42
42
komið skyldi »á fót fjársöfnun á Englandi og í öðr-
um löndum Norðurálfunnar til þess að flytja Islend-
ínga til Kanada*. Og á árunum 1893—94 var gjörð
tilraun í þessa átt. Arið 1893 varði Manitóba-stjórn
allmiklu fje til þess að borga fargjöld Íslendínga frá
Isiandi til Kanada. Um sömu mundir, 1893—1894,
sendi Manitóba-stjórn Sigtrygg fyrst til Englands og
þaðan til Islands, tvær ferðir, hvort árið eftir annað.
»Lögberg« ljet þá mikið yfir því, að erindi hans til
Englands hefði afarmikla þýðíngu fyrir útflutnínginn
frá íslandi til Kanada. Nú mundi útflutníngurinn verða
margfalt meiri en nokkru sinni áður. Erindi Sig-
tryggs til Englands kom brátt í ljós. Manitóbastjórn
hafði falið honum á hendur að reyna að fá auðfjelög
á Englandi til þess að leggja járnbrautir á Islandi.
í*að vakti þá fyrir stjórninni að flytja Islendínga með
öllum sauðfjenaði, nautpeníngi, hestum og allri bú-
slóð þeirra frá Islandi til Kanada. Og stjórninni var
talin trú um, að það þyrfti að leggja járnbrautir á
íslandi til þess, að geta komið á algjörðum útflutn-
íngi. Petta járnbrautarmál Manitóba-stjórnar fjell um
koll og varð að eingu.
3. Haustið 1899 missti stjórn sú, er styrkti
»Lögberg«, völdin í Manitóba. Síðan hefur blaðið
styrk sinn eingöngu frá Kanada-stjórn. Pess vegna
var sá hluthafi »Lögbergs«, sem sendur var til Islands