Árný - 01.01.1901, Page 43
43
1900, »agent« Kanada-stjórnar en eigi Manitóba-stjórnar.
Honum varð mikið ágengt, enda höfðu þeir sjera Jón
og sjera Friðrik árið áður (1899) búið ágætlega í
haginn fyrir hann.
4. Arið 1895 var Einar Hjörleifsson, fyrrum rit-
stjóri »Lögbergs« og meðlimur innflutníngsnefndar-
innar, sendur til Islands. Hann settist að í Reykjavík
og varð meðritstjóri »ísafoldar«. Hann gjörir allt,
sem stendur í valdi hans, til að efla útflutníng frá
íslandi. Rannig heldur hann áfram að reka gömlu at-
vinnuna sína í þjónustu kirkjufjelagsins. í þakklætis-
skyni fyrir starf hans styður kirkjufjelagið að út-
breiðslu »ísafoldar« meðal Vestur-íslendinga(Berlingske
Tidende 22. sept. 1900).
5. Nokkrir Vestur-Íslendíngar hafa atvinnu af
því að ráðstafa íslenskum innflytjendum, þegar þeir
koma vestur. En samfara þessu fagra hlutverki eiga
þeir að sjá um, að innflytjendurnir skrifi heim til ís-
lands glæsilegar frásagnir um »vellíðan« sína, svo
innflutníngurinn fari vaxandi en eigi minnkandi. Ná-
skyld þessu er fjársöfnun sú, er árlega fer fram meðal
Vestur-Íslendínga. »Agentarnir« gángast fyrir því,
að Vestur-Íslendíngar leggi fram fje til þess að borga
fargjöld útflytjenda frá íslandi til Kanada. Samskot
þessi námu árið 1900 mörgum þúsundum dollara, eftir
því, sem »ísafold« sagðist frá. Fje þetta er venjulega