Árný - 01.01.1901, Page 44
44
falið á hendur »agenti« þeim, sem Manitóba-stjórn eða
Kanada-stjórn sendir til Islands. Hann sjer um, að
fargjöldin komist í hendur »rjettra hlutaðeigenda« á
Islandi.
Pað er eðlilegt, að fjársöfnun þessi gángi mjög
vel meðal Vestur-Islendínga. því það er aðalmál
þeirra að fá sem flesta Islendínga vestur um haf.
Til þess eru margar ástæður.
Vestur-Islendíngum líður í efnalegu tilliti vonum
framar. Blöð kirkjufjelagsins telja þeim trú um, að
ávallt sje hallæri á Islandi. Pað er þess vegna eðli-
legt, að þeir vilji ná vinum sínum og vandamönnum
vestur um haf.
Vestur-Íslendíngar hafa á margan hátt hag af
innflutníngi. Fámennar nýlendur hafa hag af inn-
flutníngi. Bví við mannfjölda er miðað, þegar
járnbraut er lögð til einhverrar nýlendu, skólar og
pósthús sett á stofn, söfnuðir myndaðir o. s. frv.
Verkveitendur og þeir bændur, sem þurfa á
kaupamönnum að halda, hafa hag af innflutníngi, því
innflytjendur vinna venjulega fyrir lægra kaup fyrsta
árið, en vanir verkamenn. Auk þess kemur mikill
innflutníngur verkmanna því til leiðar, að kaupgjaldið
verður yfirleitt lægra.
Flestar stjettir (nema verkamenn) hafa hag af
innflutníngi: Prestar fá fleiri menn í söfnuði sína.