Árný - 01.01.1901, Page 45
45
Læknar, lögmenn og verslunarmenn fá fleiri viðskifta-
menn. Ritstjórar fá fleiri kaupendur að blöðum sínum.
Auk þess hafa margir Vestur-Íslendíngar atvinnu
af innflutníngi frá íslandi, eins og áður er bent á.
Atvinnu þessa reka þeir með mesta kappi og dugn-
aði, enda verður þeim mikið ágengt.
Vestur-Íslendíngar unna mjög Kanada og Banda-
ríkjunum. Beim löndum, sem þeir búa í, mega þeir
eigi heyra hallmælt. Blöö þeirra flytja sí og æ greinar,
sem bera vott um innilegustu föðurlandsást til Kanada
og Bandaríkjanna. Oðru máli er að gegna að því,
er ísland snertir. I »Lögbergi« hefur rignt niður
níðkvæðum og níðgreinum um ísland. A kirkjuþíng-
unum hafa verið lesin upp níðrit um Island, t. a. m.
ritið: »ísland að blása upp«. Aldrei hefur nokkur
maður fengið að bera hönd fyrir höfuð íslands í
»Lögbergi«. Begar »Heimskríngla« stundum (t.a.m.
undir ritstjórn Jóns Olafssonar) hefur tekið svari ís-
lands, þá hefur »Lögberg« alveg ætlað að gánga af
göflunum. Betta bendir til þess, að Vestur-íslend-
íngar unni Vesturheimi meir en íslandi. En þetta
stendur að nokkru leyti í sambandi við þjóðerni
Vestur-Islendínga.
Vestur-Íslendíngar eru dreifðir víðs vegarummjög
stórt svæði í Bandaríkjunum og Kanada. Peir eru
komnir frá fámennri þjóð og hafa ekkert bolmagn