Árný - 01.01.1901, Page 49
íslenskan.
Fáeinar athugasemdir.
r að ber ósjaldan við, að maður er spurður um,
hvort það éða það sje rjett mál. Pví, er um er spurt,
er oft svo varið, að segja má þegar af eða á, en
einatt er lítt hægt að svara svona blátt áfram; svarið
er komið undir því, hvernig litið er á mál yfir höfuð,
sögu þeirra, vöxt og viðgáng. En það er gleðilegt, að
þess konar spurníngar koma í ljós, því að þær sýna,
að mönnum er annt um móðurmál sitt og að þeir
eru vaknaðir til athugunar; hirðuleysið er horfið og
í stað þess komin ræktarsemi og virðíng fyrir því,
sem hver maður á best og fegurst. Eins og von er
til, brestur oft þekkíng, svo að hlíta megi, og því
má lesa, dags daglega svo að segja, rángar skoðanir
um hitt og þetta. Vjer viljum reyna að gera mönn-
um skiljanlegt, í stuttu máli, hvað er aðalatriðið.
Paö er munur að lesa það, sem nú er ritað á
íslensku, og það mál, sem ritað var um aldamótin
4