Árný - 01.01.1901, Page 51
51
gæti vel verið ort í gær. En svo önnur eins og
þessi:
Ei skal eg framar apríl hlaupa
upp þann heiðíngska Músa-stig,
svo vegna bús og kúa kaupa
kvæða nornir ei spotti mig
nú hafa loksins málið mist
músíkarinn og Skjaldrar(!)list.
Svo getur einginn ort nú. Og lesi maður heil kvæði,
má enn betur finna, að þau gæti einginn ort nú á
dögum; bragarhátturinn er ekki lengur hafður; dönsku-
skotin orð (svo sem í vísunni, er skrifuð var), óvið-
kunnanleg orð í skáldskap (subbumauk), gróf klúr-
yrði og þar fram eftir götunum, komu þar þráfald-
lega fyrir.
Páð er hvorttveggja, að tíðarandinn er annar nú
en þá, og svo tilfinníngin næmari og hreinni. Svo
hefur og málið breytst töluvert hin síðustu hundrað
árin. Jeg þarf ekki að minna á þá menn, sem hafa
vakið þessa tilfinníngu og eflt hana — það er nóg
að nefna önnur eins nöfn og Sveinbjörn—Jónas—
Konráð osfrv.
Og þó eru menn, sem sagt var, oft í vafa.
Vjer skulum fyrst tala um einstök orð og svo
aðeins drepa á orðaskipun.
Frá því fyrsta að vjer þekkjum nokkuð til
4*