Árný - 01.01.1901, Síða 53
53
að u er sett hjer inn aftur á síðari tímum, um 1300)
en hefur skilið eftir menjar um sig, hljóðvarpið; eins
er með i í gestr. Eftir þessu hefur því upphaflegi
meginstofn orðsins verið vallu- og gasti-, með nefni-
falls-nnu: vallu-r og gasti-r. Þetta r haf ði upphaf-
lega allt annað hljóð en r annars. Pess konar orð-
myndir eru ekki tómur tilbúníngur; þær finnast ein-
mitt í hinum elstu norrænu rúnaristum; t.d. sali-gastir,
ýngra: Salgestr, magu, ýngra: mög (þolfall). Par að
auk voru ótal orð, er stofn þeirra endaði á a, t. d.
wolfa-r=ulfr (úlfur). Eftir þessu skiftust flest nafn-
orð hinnar svokölluðu sterku beygíngar í «-stofna,
í’-stofna og ^-stofna. I þágufalli fleirtölu ættu þessi
orð að endast á -am, -im og -um, eins og þau gera
í gotnesku (dagam =■ dögum, anstim = ástum,
sunurn = sonum), og það hafa þau öli upphaflega
gert. En löngu fyrir byrjun þeirra tíma, er sögur
fara af (eða fyrir 800), er komin breytíng á þessu,
komnar »rángar« orðmyndir, eins og margur mundi
nú kveða að orði. I staðinn fyrir gestim t. d. voru
menn farnir að segja gestum, þ. e. að iáta orðið
renna að nokkru leyti yfir í ^-stofnana. Eins og menn
vita, enda nú öll nafnorð á -um í þáguf. fleirtölu.
Svona mætti rekja orðflokk eftir orðflokk og sýna,
hvernig orðin gerast liðhlaupa, þjóta úr einum flokki
í annan og valda glundroða og óreglum. Eitt skríngi-