Árný - 01.01.1901, Page 55
55
þessa merkíng í orðið. Miklu eðlilegra og rjettara
er að láta orðið merkja »rjett eftir (samkvæmt) sögu
og eðlilegum þroska málsins«. Ef allir legðust á eitt
með að skilja það svo, kynnu þrætur um orð og
orðmyndir að verða minni og skynsamlegri.
Pað ætti hjer ekki illa við að fara nokkrum
orðum um orsakirnar til þessara breytínga. En það
yrði oflángt mál. En ein af aðalorsökunum er, að
talfærin vilja gera sjer sem hægast fyrir að kveða að
orðunum, færa hljóðin saman og nær hvert öðru, svo
að túngubrögð og varahreifíngar verði sem minnstar.
Af þessu spretta »latmæli«, sem vjer Islendíngar köll-
um svo og er gott orð; en í stað þess að vera hnjóð-
yrði ætti það að vera heiðursnafn. Menn kalla
attur, ettir latmæli, en þó er ekkert eðlilegra en að
segja svo — enda gera það allir menn, þótt þeir
geri það ekki ætíð —; að minnsta kosti segja allir
skott fyrir eldra skoft (skoþi: heilagt skoþt ór loþti
kvað Sighvatr) og finnur einginn að. Pví þá kalla
ettir, attur »latmæli« til fordæmíngar? Ettir er
jafnrjett og jafneðlilegt sem skott.
Hjer undir heyra hljóðvörpin og svo allar »til-
líkíngar«, er svo hafa verið kallaðar, þótt orðið sje
rángmyndað og ljótt. »Tillíkíngar« eiga jafnmikinn
rjett á sjer og hljóðvörpin og hafa rutt sjer til rúms
og náð almennu gildi og virðíngu í ótal orðum og