Árný - 01.01.1901, Page 57
h'jdlmur, hjdlþa f. halfur osfrv.; svo og fyrir framan
Is í hdls). Móti þessum orðmyndum dettur eingum
í hug að hafa neitt, og eru þær þó ekki eldri en frá
því um 1200; þær eru reyndar fullrosknar nú til þess
að haldast við. Nokkuru síðar gerðist önnur radd-
stafslengd á Islandi, þ. e. fyrir framan ng, nk (lángur,
hdnki). Pessi lengd er ekki ýngri en frá 16. öld, og
er nú 3 til 4 hundruð ára gömul, og er því svona
sæmilega fullorðin, og ætti því að vera komin til vits
og ára. fað hafa því margir góðir menn álitið sjer
skylt að virða þennan aldur og hefur þeim líklega
þótt jafnrjett að rita svo, hdls osfrv. Meðal
þessara manna nefni jeg Sveinbjörn Egilsson og Jón
Sigurðsson. Hvað hafa menn nú á móti þessu?
Jeg veit eiginlega ekki. Ekki það, að ósamræmi
verði í hljóðvörpum (Idngur—lengn), því að sama
ósamræmi er t. d. í hdlfur—helft, kdlfur—kelfa.
Ekki það, að aldurinn sje svo ýkjalítill. Heldur ekki
er til neins að vitna í það, að Vestfirðíngar segi enn
langur — því það er eingin ástæða til að gera
framburð einstakrar sveitar eða lítils landshluta hærra
undir höfði en allra annara, sem eru mestur þorri
landsbúa.
Svona mætti halda áfram að telja upp. Jeg vil
nefna enn nokkur einstök orð, ermenn viljaekki kannast
við, þótt allir menn í öllum sveitum landsins hafi þau.