Árný - 01.01.1901, Qupperneq 60
60
(t. d. koma—kom, komum á móts viö sofa—svaf
svdfum). En að katli hefur verið komið áleiðis með
lykli, sýnir það, að ketli hittist í ísl. handritum oftar
en einu sinni. Svo hefur þessi mynd horfið aftur,
hver sem orsökin kann að hafa verið til þess. Eað
er eins og þegar hestur slitnar aftan úr. Ferðamað-
urinn skilur hann ekki eftir, og því síður leysir hann
sjálfur annan hest til þess að láta hann verða eftir
hjá hinum. En það er þetta, sem sumir vilja gera
nú með orðmyndirnar.
Oftar en einu sinni hafa heyrst raddir um, að
ýms bæjanöfn í fleirtölu, er mynduð eru af hvorug-
kynsorðum, er tákna land eða landspart, landshátt
eða því-um-líkt, sjeu »röng«. Svo sem Eiðar, Holtar,
Hrísar, Nesjar, af eið, holt, hrís, nes osfrv. Pað
eigi alt að heita Eið, Holt osfrv. Nú eru þessi nöfn
svo forn, að þau ná svo lángt aftur, sem sögur fara
af (þ. e. til 9. og 10. aldar). Pað hefir því verið
málsregla eða orðmyndunarlög að búa til eiginnöfn
á þennan hátt. Hver sem nú orsökin er til .þessarar
myndunar og hvað sem sumum kann að þykja hún
hjákátleg, þá er hún svo forn og svo rótfest, að það
er ekki til neins, enda beinfinis gjörræði og rángt, að
vilja reyna til að bola þessum orðmyndum út, og
ætti eingum að haldast slíkt uppi Hvorki með þessi
orð nje önnur. Jeg hef nýlega lesið í íslensku blaði,