Árný - 01.01.1901, Page 61
61
að nú eigi ekki lengur að skrifa að lognast (útaf),
heldur sje »rjett« að rita að loknast, líklega af lok
(smbr. líða undir tok). En þetta er alveg óvíst.
Þó að lokna (niður) komi einu sinni fyrir í fornu
máli, er alls ekki sagt, að það sje sama orðið. »Að
lognast útaf« vita allir hvað merkir (að deyja rólega
eins og í móki) og er sjálfsagt dregið af logn. Hjer
er það því hugsunarleysi að gera nýjúng. Og svo
er um ýmislegt fleira, er jeg hef til greint í ritdómi
mínum um stafsetníngarorðbók Blaðamannanna.
Kjarninn í þessu máli er þá sá, að málið tekur
altaf smábreytíngum, og þessar breytíngar eru háðar
framfaralögum, sem ekkert má móti standa og eingin
ástæða er til að reisa rönd við. Eað þarf ekki annað
en þekkíng á sögu málsins til þess að sjá þetta og
viðurkenna þessi lög. En af vanþekkíngu sprettur
gjörræði og röng meðferð orðanna, röng skýríng og
tilhneigíng til gjörræðislegra breytínga samkvæmt
ímynduðum reglum, er einstakir menn hafa sjálfir búið
sjer til heimildarlaust.
Eetta, er nú hefur verið ritað, er meira en rjett-
ritun og má ekki heimfærast undir hana, því rjett-
ritun nær aðeins til ytra búníngs orðanna en ekki til
orðmyndanna, ekki til orðlíkamans. Rjettritunin á
aðeins að skýra frá því, hvernig það og það orð ber
að stafa, svo skynsamlegt sje. Hún á að skýra, hvort