Árný - 01.01.1901, Page 62
62
stafa skuli Et'ðar eða Eyðar, til dæmis að taka, en
það kemur henni ekkert við, að orðið hljóðar og er
Eiðar. Auðvitað er hjer aftur deiluefni, hvernig
rjettritunin eigi að vera, og eru þar eiginlega tvö
meginatriði; annað segir, að rita skuli eftir uppruna,
hitt, að rita skuli eftir framburði þeim, sem nú er.
Pað gefur að skilja af því, er að framan er rit-
að, að það er hæpið að bera fyrir sig upprunann,
þegar maður veit, hverjar og hve miklar breytíngar
hafa orðið á málinu. Hvað er uppruni?, má spyrja;
hvað á að fara lángt aftur í tímann? og þar fram
eftir götunum. í*að er einsætt, að það er ómögulegt
að gera þá reglu einhlíta. Hvað íslenskuna snertir,
er þessi krafa um að rita eftir uppruna eiginlega ekki
önnur en að rita sem samkvæmast því, er forfeður
vorir rituðu á 13. og 14. og jafnvel á 12. öld: Pó
krefr engi maðr þess, at réttritun ór skyli
vera sjá en sama, er forfeðr órir hpfðu á
bókum sínum á þeim pldum, er nú váru
talðar — því að þá myndi hún líta út hjer um bil
sem þessi setníng.
Hin meginkrafan, sú að rita skuli eftir framburði,
er í raun rjettri hin eina rjetta — rjettritun for-
feðra vorra var ekkert annað. En það dugar ekki
að heimta, að þessari kröfu sje hlýtt. Og liggja þar
til mörg rök, að sögn. Sú fyrst, að menn beri ekki