Árný - 01.01.1901, Side 63
63
allir málið fram eins, og þá yrði rjettritunirnar eins
margar og munnarnir. Jeg játa, að þessi viðbára er
þúng á metunum. En enn þýngri er hin og óvið-
ráðanlegri, að ufnsteypíng á útliti orðanna er mönn-
um viðbjóður og veldur þar að auki eða getur valdið
misskilníng. Pað er vaninn, vaninn sem augað hefur
tamið sjer, og meðvitundin, er augað er gluggi
hennar, sem hjer ræður lofum og lögum. Pessum
vana verðum vjer að hlíta, og lúta, hvort sem það
er oss leitt eða ljúft. Nú er svo, að það er stöð-
ugur og óslitinn þráður í ritsmíðum og skrifi Islend-
ínga frá því á 12. öld og alt niður á vora daga.
Pess vegna hefur forna rjettritunin getað haldist;
einn hefur stælt eftir öðrum og ekkert hirt um, hvort
rit þess eða þess orðs svaraði alveg til hans eigin
framburðar eða ekki. Með þessu hefur rjettritun
vor náð allmikilli festu. Skyndileg breytíng er því
óhugsanleg.
En hitt er eingu að síður víst, að smábreytíngar
hafa altaf rutt sjer til rúms. Endíngar-r varð að -ur
á 14. öld, og nú rita allir svo (hestur osfrv.). œ og
æ runnu saman í eitt hljóð um miðja 13. öld, og nú
ritar einginn annað en œ, nema einstöku tilgerðarmenn.
Að öllu samtöldu er rjettritun vor, eins og hún
hefur tíðkast um lánga tíma, alls ekki svo slæm,
þegar litið er á hana frá sjónarmiði sögunnar og