Árný - 01.01.1901, Síða 65
65
fy(r)st-, þo(r)st-\ hjer ætti þessi þriðji stafur að
fara sömu leiðina. En jeg býst við því, að hjer verði
vaninn, augað og meðvitundin ríkari fyrst um sinn,
og vilji ekki sleppa r í fyrst- (vegna orðsins fyrri)
og líkum orðum.
Samkvæmni fulla er ómögulegt að fá. Eað er
meðalvegur, sem verður að fara, og þá verður að
finna þann, sem er greiðastur og beinstur.
Eitt lögmál er það, sem hverjum ætti að vera
ljóst, er fjalla vill um rjettritun; það, að ekki megi
eða dugi að skrúfa hana aftur á bak eða gera hana
fornlegri en þörf er á og tíðkast hefur upp á síð-
kastið. En þetta lögmál hafa Blaðamennirnir brotið
eða virt að vettugi, er þeir rjeðu, að fara skyldi að
rita é í stað je, alstaðar nema í Jesús og orðum sem
hefjendur (hluttaksorðum núlegs tíma). Pessar undan-
tekníngar eru alveg ástæðulausar og gera rjettritun-
ina óþarflega erfiða. Að rita heféndur er eingu
verra en t. d. að rita héðan, héðinn, féll, hékk og
því-um-líkt; því að í þessum orðum var að fornu
aldrei neitt /. I nútíðarmáli er einginn vafi á því,
að je er hinn eini rjetti ritháttur. I fyrsta lagi af
því, að hjer eru tvö hljóð, sem ekki er hægt að rita
nákvæmar en/-|- e\ og því skyldi þá hjer rita tvo
í einum staf og láta broddinn merkja j fremur en
annars staðar þar sem / er ?; hver sem fram ber orðin
5