Árný - 01.01.1901, Page 67
67
Aö rita é fyrir je — þó ekki alstaðar — er
þvert ofan í sögu málsins, þvert ofan í 4 — 5
hundruð ára rithátt, eykur ritvandræði og
þvi þvert ofan í skynsamlega rjettritun. Pað
ætti því sem fyrst að detta úr sögunni aftur. Pað
var glappaskot, að trana því fram nú.
Hvað orðaskipunina snertir, er ekki hægt að
gefa neinar algildar reglur um hana. Pví að hún er
mjög komin undir því, í hvaða ham, ef svo má að
orði kveða, maður skrifar í hvert sinn. Orðaskipunin
fer eftir því, hvaða áhersla er lögð á orðin; um leið
og ritarinn ritar þau, mælir hann þau í huga sjer;
þau raða sjer þá eftir hinum innra hita eða ákefð,
sem er í brjósti hans. Ef hann ritar hitalaust, t. d.
rólega um vísindaleg efni, verður öll orðaröð einföld
og óbreytt. Og þó getur það átt sjer stað, að orðin
raðist dálítið öðruvísi en rjett blátt áfram. Um þetta
er eingar reglur hægt að gefa. I'að er komið undir
tilfinníngu og hugarástandi ritarans.
En þess má krefja, að málið sje hreint og
íslenskt, laust við útlend orð og orðaskipun. Par
á móti verður þess ekki krafist, að allir riti liðugt
mál. Pað er náttúrugjöf, hæfilegleikinn að rita lipurt.
Eins og sumum er stirt um mál, en aðrir málsnjallir,
svo að orðin »fljóta af vörum þeirra sætari en hunáng«,
eins er og ritlipurð misjafnt gefin. Pó má lángt komast
5*