Árný - 01.01.1901, Page 70
Háskólinn og menntun alþýðu.
(Fyrirlestur haldinn í »Fjel. ísl. stúd. í Khöfn« 2. marts 1901).
Tilefni fyrirlesturs þessa er brjef, sem fjelaginu
hefur borist frá hinum góðkunna og áhugamikla landa
vorum, Guðmundi lækni Hannessyni á Akureyri. I
brjefi þessu hefur hann skotið því til vor að íhuga,
hvort ekki muni vinnandi vegur að koma hreifíng
þeirri, er heitir »University extension« (háskóla-
útbreiðslan) og nú í ýmsum myndum ryður sjer óðum
til rúms í útlöndum, á stað heima á Islandi í einhverri
haganlegri mynd.
Aður en vjer víkjum sjerstaklega að brjefi þessu,
hljótum vjer að gjöra oss ljóst, í hverju hreifíng þessi
er fólgin, kynna oss sögu hennar, útbreiðslu og
myndir þær, sem hún hefur á sig tekið. Af því jeg
er ekki sjálfur gagnkunnugur málinu og hef ekki enn
sem komið er haft tækifæri til að kynna mjer það
með sjálfssjón og sjálfsreynslu, ætla jeg, að því er
sögu þess snertir, að þræða fyrirlestur þann, er
prófessor Wilkens hjelt um efni þetta í stúdenta-