Árný - 01.01.1901, Page 71
71
samkundunni dönsku 14. febr. 1896 og ber nafnið
• Háskólinn og menntun alþýðu«. Hefur höfundurinn
góðfúslega gefið mjer leyfi til þessa. A hreifíngunni
bar fyrst á Englandi; fluttist hún síðar til Ameríku
og víðar.
I. Saga háskólaútbreiðslunnar.
Hreifíngin á Englandi.
Það var 23. nóvember 1871 að til háskólans í
Cambridge kom tillaga ein, er leit nýjum augum á
ætlunarverk háskólanna. James Stuart, kennari við
Trinity College, sem um 4 ára bil hafði haldið fyrir-
lestra í stjörnufræði fyrir kennslukonum á Norðureng-
landi og verkamönnum í Rochedale og vakið með
því talsverða eftirtekt, rjeði nú háskólanum til að
taka þessa nýju alþýðufræðsluaðferð undirsinn verndar-
væng. Aður hafði sú vanalega uppáhaldsaðferð verið
notuö að halda einn einstakan fyrirlestur um stórt og
mikið efni, en var henni ekki að ýmsu ábótavant? Var
það meira en munnsmekkur að fara yfir feikimikið
efni í einum fyrirlestri, eða var nokkur holl næríng í
því? Nei, góð fræðsla gat því aðeins átt sjer stað,
að haldnir væru fleiri fyrirlestrar samanhángandi um
sama efni, fiokkur fyrirlestra með nákvæmri og ljósri
niðurröðun efnisins. I’aö gat orðið ekki einúngis til
gamans, heldur og líka til gagns, en þvílíka tilsögn