Árný - 01.01.1901, Síða 72
72
gátu aðeins góðir og hæfir kennarar veitt, menn,
er þektu rjettar kensluaðferðir og voru vel að sjer
í því efni, er þeir ætluðu að lýsa. Nú koin það
oft og einatt í ljós, að hjá alþýðumanninum, jafnt
karli sem konu, var megn þrá eftir að menntast, en
var það þá ekki heilög skylda háskólanna að bæta
úr þeirri þrá? Pví var að vísu svo varið, að flestir
þessara alþýðumanna höfðu hvorki tíma nje tækifæri
til þess að gánga á háskólana sjálfa, en var þá ekki
auðið að finna einhverja þá aðferð, er breiddi gæði
háskólafræðslunnar yfir land allt? Alþýða manna
mátti vænta þessa af háskólunum; þeir einir höfðu
kunnáttu til þess að bæta úr þörfinni og máttu best
vita, hvernig að því átti að fara. Háskólunum var
þetta líka sjálfum fyrir bestu; því með þessu mótinu
náðu þeir einmitt best því takmarki sínu, ekki einúngis
að vera aðalból uppfræðslunnar, heldur líka að hafa
sem dýpst og blessunarríkust áhrif á framtíðarheill
mannkynsins.
Nú streymdu beiðnir að úr öllum áttum til að styrkja
þessa tillögu Stúarts, og háskólinn setti nefnd á lagg-
irnar til þess að íhuga málið. Akveðið var að gjöra
tilraun, og árið 1873 var byrjað á að halda fyrir-
lestra í Nottingham um þjóðmegunarfræði, í Derby
um aflfræði og í Leicester um ensku bókmenntirnar.
Fyrirlestrarnir voru haldnir af sendimönnum frá Trinity