Árný - 01.01.1901, Qupperneq 73
78
Cotlege, og aðferðin sú hin sama og Stúart hafði
beitt. Fyrst var útbýtt leiðarvísi yfir aðalatriði
fyrirlestranna, þá voru fyrirlestrarnir haldnir, þá
kom viðrœðusiund, er áheyrendurnir spurðu kennar-
ann út af efninu, og loks lýstu þeir, er það vildu,
því skriflega, sem þeir höfðu lært, og þessar rit-
gjörðir gátu þeir sent sem prófriigjörðir til há-
skólans.
Nóg var mótstaðan í fyrstu, þó helst fjárþröng,
en málið festi rætur í hugum manna og hreifíngin
breiddist út. 1876 náði hún til Lundúna og var þar
stofnað »Lundúnafjelagið til útbreiðslu há-
skólafræðslu«, og 1878 slóst háskólinn í Oxford
með i förina. En eftir því, sem bylgjan óx, urðu
erfiðleikarnir meiri, og málið gekk nú löturhægt.
Ofan á fyrsta fögnuðinn sló nú ótrú í hugi manna,
og svo gekk á árunum 1880—85, að litlu munaði
áfram. Pað var svo að sjá sem nemendurnir sjálfir
væru farnir að óttast, að námið yrði þeim of þúngt,
og fátt var, sem gladdi vonir manna þá nema verk-
mannalýðurinn í Northumberland, er sýndi af sjer frá-
bæra elju.
En 1885 var lagt út að nýju og farinu beint í
betra horf. Menn komust að raun um, að fyrirlestr-
arnir um hvert einstakt efni hefðu verið of margir
og of yfirgripsmikiir, sem sje 12 fyrirlestrar í flokki