Árný - 01.01.1901, Page 76
76
Nú er útbreiðsluhreifíngin á Englandi komin í
fastar skorður og er mjög útbreidd. Henni stýra
kennsluráð í Cambridge og Oxford. Þau prófa og
kjósa kennara, hafa eftirlit með fyrirlestrum þeirra,
fara yfir leiðarvísirana og gefa út vitnisburðarbrjef
lærisveina. Komi fram í einhverjum hluta landsins
ósk um að fá lýðfræðslu, þá er vanalega kosin nefnd
og framkvæmdarmaður. Nefndin fer svo á fjörurnar
til kennsluráðsins og er úr því milliliður milli þess og
nemendanna; sjerstaklega annast hún alla innheimtu
kennslugjaldsins og fjárframlögin. Hún tjáir nú kennslu-
ráðinu óskir sínar, en það sendir þá fyrirlestratöfl-
urnar, svo nefndin geti valið úr. Pví næst kemur
kennarinn í þeirri grein, sem valin var, og þá borgar
hver hluttakandi ákveðna upphæð, 41/*—9 kr., eftir
fjölda fyrirlestranna. Námsgreinar þær, sem helst er
sóst eftir, eru saga og bókmenntir, ýmsar greinar
náttúrufræðinnar og þeim samfara verklegar æfíngar,
steina-, grasa- og dýraleitir, loks þjóðmegunarfræði
og þ- u. 1.
Arángur hreifíngarinnar er sá, að á öllu Englandi
voru árið 1893 hjer um bil 400 fyrirlestraslaðir, 600
fyrirlestraflokkar með um 60 þúsund áheyrendum.
Af þessum fjölda tók allur helmíngur þátt í spurn-
íngunum í viðræðustundunum, og af þeim gerði þriðji
partur til helmíngur skriflegar æfíngar, en nálega hver