Árný - 01.01.1901, Side 77
77
sjöundi maður gekk undir próf að afloknum fleiri eða
færri fyrirlestrarflokkum, og má það heita góður árángur.
Hreifíngin i Ameríku.
Frá Englandi fluttist hreifíngin til Ameríku og
var tekið þar með vana-fjöri og keppni Ameríku-
manna. Var hún sett í samband við bókasöfnin, og
margur bókavörðurinn gjörði sjer nú að skyldu ekki
einúngis að kaupa, geyma og lána út bækurnar,
heldur líka að leiðbeina mönnum um, hvernig og hvaða
bækur þeir ættu helst að lesa. A bókasafninu í
Bufalo voru búnar til stórar bekkjarstofur og í sinni
hverri stofunni leiðbeindi bókavörður lesendum í sinni
hverri námsgreininni. Pað var aðeins eitt, sem á
skorti, hið lifandi orð. En þá fór maður, dr. Bennis
að nafni, 1887 að halda fyrirlestra eftir hinni ensku
fyrirmynd, og voru fyrstu fyrirlestrarnir um þjóð-
fjelagsmál nútímans. Aðrar stundir dagsins leið-
beindi hann áheyrendum sínum í vali og notkun bóka.
Að þessu var gjörður góður rómur; Vincens biskup,
kanslari við sumarskólann í Chautauqua, varð mjög
hlynntur málinu og nefnd ein samdi stefnuskrá hreif-
íngarinnar; hefur síðan verið farið eftir henni.
Aðalinnihald hennar er það, að vinna beri að útbreiðslu
vísindanna með samtökum milli lærðra og leikra
manna og eftir nákvæmum aðferðum. Námsgreinir
skyldu helstar: þjóðvísi, þjóðmegunarfræði, stjórnfræði,