Árný - 01.01.1901, Page 78
78
siðfræði, veraldarsaga og bókmenntasaga. Var markið
með fræðslu þessari að gjöra menn að góðum og
löghlýðnum borgurum. Ennfremur skyldi veitt til-
sögn í gagnfræði og ýmsum greinum náttúrufræðinnar.
011 þessi kennsla skyldi höfð yfir í samanhángandi,
reglubundnum fyrirlestrum af góðum kennurum; skyldi
hún standa í sambandi við hinar æðri menntastofnanir
ríkisins og ennfremur ná viðskiftum við bókasöfn,
fyrirlestrarfjelög og þó einkum sumarskólana. Hinum
menntaðri mönnum í hverjum bæ eða hjeraði bar að
sjá um að samvinna þessi tækist.
Brátt mynduðust þrjár aðalstöðvar:
1., í Fíladelfíu: kosin var nefnd manna og
framkvæmdarstjórinn sendur til Englands til að kynnast
háskólaútbreiðslunni þar. Prófessor Moulton, sem
var öflugur útbreiðslumaður á Englandi, kom til
Bandaríkjanna og varð nú >postuli hreifíngarinnar« í
Ameríku. Nokkrum mánuðum síðar var búið að
koma á fót 40 deildum með 50 þúsundum hluttakenda.
Pað var nógu laglegur sprettur og Ameríkumenn voru
hreyknir af. Stórt fjelag »Ameríska fjelagið til
háskó!aútbreiðslu« var sett á stofn. Fengnir í
fyrstu 2, þá 4 og síðan 6 útbreiðslukennarar, er ein-
göngu hefðu það á hendi að halda fyrirlestra, stofna
nýjar deildir, gefa út rit fjelagsins ofl. 1892 var
settur á stofn skóli til þess að klekja út útbreiðslu-
kennurum einum saman.