Árný - 01.01.1901, Page 81
81
hjeraðinu. Henni kom til hugar 1874 að stofna til
þessara sumarskóla undir beru lofti. Nú eru 59 slíkir
skólar í Bandaríkjunum, og allt að 500 þús. manns,
hálfri miljón, á að hafa tekið þátt í þeim.
Valinn er fagur staður og þar er sumarskólinn
haldinn 3 mánuði. Veitir hann fræðslu í allri al-
mennri menntun. Föst hús eru aðeins lestrarskálarnir,
leikfimishús og tilraunastöðvar. Standa þau auð á
vetrum, en með sumrinu rísa heilar sveitir drifhvítra
tjalda hrínginn í kríng, og þá eru nemendurnir komnir
þángað hópum saman til þess að njóta náttúrufeg-
urðarinnar og auðga andann. Frægir kennarar frá
ýmsum háskólum, nafnkunnir rithöfundar og listamenn
eru beðnir að koma þángað og við komu þeirra hefst
fræðslan jöfnum höndum í vísindum og listum. Milli
klíða er mönnum skemmt með söng og hljóðfæraslætti.
Par er og sundkensla og leikfimi, rónir kappróðrar á
fljótum, knattleikur og dam. Einn skemmtir öðrum og
andinn og náttúran öllum; það er hreinasta hátíð fyrir
sál og líkama. Alltaf kveða við fyrir eyrum manna
nöfn skálda, vísindamanna og vísindalegra uppgötv-
ana: Browning, Carlyle, Dante, Göthe, Ibsen; þjóð-
fjelagsmeinið og Henry George; Kant, Plato; Richard
Wagner; framþróunarkenníngin, Spencer, Darwín og
Huxley, allt hvað innan um annað. Menn hlýða á
fyrirlestra þjóðlegs efnis, um áhugamál nútímans eða
6