Árný - 01.01.1901, Side 82
82
gáng sögunnar og bókmenntanna; sumir vinna á til-
raunastöðinni að efnafræðislegum rannsóknum og
sumir fara í grasaleit með góðum kennara. Allir
hafa eitthvað fyrir stafni, meðan vinnutíminn endist,
og sjerhver verður að velja það úr sjálfur, er hann
álítur að veiti sjer besta andlega næríngu og sálar-
þroska. Pegar námsstundunum er lokið, er gengið
að miðdegisverði í stórum matarskálum, en þegar
upp er staðið, dreifast menn út um hvippinn og
hvappinn, til leika eða göngu, inn í skóg eða
út á sjó, eða kunníngjar takast tali og skemta hver
öðrum eftir föngum, en allir eru jafnhrifnir af hinum
fagra mannlega fagnaði, sem þar er. »Eingum verður
á að taka sjer miðdegislúr, því mega þeir ekki vera
að, æfin er þar svo stutt, en yndisrík«. Og lægju
nú ekki þjóðarmeinin, auðvaldið og fátæktin, eins og
miðgarðsormur utan um þennan blómareit og biði
amstrið manns ekki heima fyrir, þá mætti segja eins
og einn nemandinn sagði: »Petta er aldingarðurinn
Eden«.
Hreifíngin, er við þannig höfum fylgt til Ameríku,
hefur nú smámsaman breiðst út til allra enskumæl-
andi þjóða, og enda suður til Astralíu og Kap. En
það lítur líka út fyrir að henni ætli að auðnast »að
klæða fjallið« á Norðurlöndum. Sumarskólar hafa