Árný - 01.01.1901, Blaðsíða 83
83
verið stofnaðir í Uppsölum og Lundi, ognú einnig
í Kristjaníu. Um sama leyti kemst útbreiðslan á
fót í Danmörku og hafa fyrirlestrarflokkar um ýms
efni verið haldnir í helstu bæjum þar. Danmörk
hefur annars verið á undan flestum öðrum löndum að
því er alþýðufræðslu snertir; hjer voru lýðháskólar
þeir, er Grundtvíg stofnaði, fyrir og veittu þeir
töluvert betri fræðslu en útbreiðsludeildirnar almennt
gjöra. Ennfremur hefur nú um undanfarin ár í Kaup-
mannahöfn verið árs- og sumarkennsla fyrir alþýðu-
kennara og kennarakonur, tilsögn í heimilisiðnaði og
nú loks í leikfimi, en stúdentasamkundan hefur á
vetrum haldið kvöldskóla ókeypis handa verkamönnum.
Svo eru tildrög og saga háskólaútbreiðslunnar,
en nú er að líta nánar á
II. Aðferðirnar.
Aðalkennsluaðferðin er sú, sem áður er getið:
1., leiðarvísir, 2., fyrirlestrar, 3., viðræður, 4., rit-
gjörðir, 5., prófun.
1. Leiðarvísirinn er til þess ætlaður að gefa
glöggt yfirlit yfir aðalinnihald og atriði fyrirlestranna.
»Bestu hugsanir kennarans í sem ljósustum búníngi«,
með skrá yfir og tilvitnun til bóka þeirra, er nem-
andinn getur kynnt sjer um það efni. Leiðarvísir
þessi er sendur á áfángastaðinn undan kennaranum,
6*