Árný - 01.01.1901, Side 84
84
svo áheyrendurnir geti keypt hann og kynnt sjer hann í
tæka tíð. Hann er áríðandi til stuðníngs og til þess að
stytta erfiðleikana með að komast inn í hugsanagáng-
inn; nemandinn getur fylgst miklu betur með fræðsl-
unni, þegar hann kann leiðarvísirinn, því það er
beinagrindin úr fyrirlestrunnm, sem þar er. I Ameríku
er sumstaðar leitast við að gjöra leiðarvísirinn svo
fullnægjandi, að hann, ef þörf gjörist, geti algjörlega
komið í stað kennarans og menn sjálfir numið heima
fyrir af bókum þeim, er fást lánaðar. Leiðarvísirarnir
eru þá oft æðilángir og með tilvitnunum frá ýmsum rit-
höfundum og ýtarlegum skýrskotunum til bókanna, en
hverjum kafla fylgja spurníngar, sem nemendunum
er ella ætlað að svara í viðræðustundinni, og verk-
efni til ritgjörða. Bækur þær, sem til er vitnað, fást
í umferðasafninu eða á stærri opinberum söfnum. I
leiðarvísinum er stuttlega lýst gildi bóka þessara.
2. Fyrirlestrarnir eru haldnir einusinni og
tvisvar á viku. þeir eiga að vera örvandi, ljósir og
skilmerkilegir, og ákjósanlegast, að þeir sjeu lífgaðir
með myndum, tilraunum og dæmum. það eru helst
úngir magistrar, doktorar og á sumrum prófessorar,
er fá.st við kennsluna á Englandi, en í Ameríku eru
kennararnir oft af lakara tagi nema á sumarskólun-
um, er háskólakennararnir lcoma, eða þá eins og í
Fíladelfíu, að hafðir eru sjermenntaðir útbreiðslu-