Árný - 01.01.1901, Page 85
85
kennarar. fað er aðalkostur kennarans, að kunnáttan
sje orðin lifandi á vörum hans, og umfram allt verður
hann að varast stagl og óskýrleik.
3. Viðrœfnistundirnar eftir fyrirlesturinn eru
mjög mikilsverðar. Pá á að leysa úr öllum þeim
spurníngum og efasemdum, er vaknað hafa í huga
áheyrendanna. Getur þá kennarinn og hnýtt ýmsu við
og vakið dýpri skilníng á efninu. Má vera, að hann
finni þá einhvern galla á fyrirlestri sínum, er þarf
leiðrjettíngar við. En aðalatriðið er, að hann kemst
í nánara og góðlátlegra samband við nemendurna.
Eftir skýrslunum er það allt að helmíng áheyrenda,
er tekur þátt í viðræðunum.
4. Ritgjörðirnar. Markið er að leiða áheyr-
endurna til sjálfstæðrar athyggju og íhugunar, en það
næst best með því að láta þá sjálfa leiða hugsanir
sínar fram á pappírinn. I því tekur allur þriðjúngur
þátt. Verkefnið er þannig valið, að það að nokkru
leyti útheimtir sjálfstætt nám og íhugun. Best er að
ritgjörðunum sje skilað 3 dögum fyrir næsta fyrir-
lestur; kemur þá kennarinn fram með athugasemdir
sínar við þær í viðræðustundinni, án þess þó að nafns
höfundar sje getið nema hann æski þess.
5. Prófunin. Nú er sumum svo varið, að þeir
vilja sjá einhvern árángur iðju sinnar og fá vitnisburð
fyrir ritgjörðirnar. Skýrslan sýnir, að sjöundi hver