Árný - 01.01.1901, Page 88
Chikagoháskólann. Það þótti í byrjun nokkuð glæfra-
legt að byrja svona á málakennslu með póstinum, en
það var eðlileg afleiðíng af því, sem menn höfðu áður
iært. Þannig voru alþýðumenn á Englandi orðnir vel
heima í þýðíngum af ritum forngrísku skáidanna,
Æskyiosar og Sófoklesar, og grísku sögunni, en þá
voru sumir, sem iíka vildu læra grísku, og svona
uxu óskir manna um að læra fleiri mál eins og líka
einstakar aðrar greinar vísindanna. Var þá reynt að
sinna óskunum með þessari brjefakennslu og hefur það
reynst dável. Ameríkumenn hafa sjerstaklega lagt
sig niður við þessa aðferð, og einstaka háskólar þar
hafa á þennan hátt veitt tilsögn í ýmsum greinum:
hebresku, grísku og latínu, enskum og frönskum bók-
menntum, flatarmálsfræði, byggíngarfræði, eðlisfræði,
efnafræði, líffræði, jarðfræði og stjörnufræði. Ber-
sýnilegastur er árángurinn af kennslunni í sögu, þjóð-
megunarfræði og þjóðvísi; það hefur haft bestu áhrif
á löghlýðni manna og ósjerplægni í opinberum málum.
Eins og gefur að skilja þarf mikinn áhuga og
löngun og töluvert sjálfstæði til þess að nema svona
upp á eigin spýtur í fjarska. Og það er ekki nema
eðlilegt, þó nemendurna, jafnt karl sem konu, lángi
til að hitta hina ókunnu kennara sína og dvelja, þó
ekki sje nema örskamma stund, á sjálfu höfuðbóli
vísindanna, háskólanum, en þeim gefst best færi á